4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 16:51 Málið var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira