„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júlí 2021 12:08 Skjáskot tekið nú í hádeginu. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. „Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent