Deila forystunni fyrir lokahringinn Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 17:45 Matt Fitzpatrick deilir forystunni fyrir lokahringinn á Opna skoska meistaramótinu. Mark Runnacles/Getty Images Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira