Fótbolti

Segir Conor Coa­dy leik­mann mótsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Conor Coady á æfingasvæðinu.
Conor Coady á æfingasvæðinu. Eddie Keogh/Getty Images

Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu.

Gareth Southgate valdi 26 manna hóp fyrir mótið og af þeim hafa 21 komið við sögu til þessa. Coady hefur hins vegar ekki enn spilað mínútu. Það breytir því ekki að Holland er mjög ánægður með það sem hann hefur séð á æfingasvæðinu.

„Leikmaður mótsins að mínu mati er Conor Coady. Hann hefur ekki komið við sögu en hann gefur allt á æfingasvæðinu. Fyrir leiki talar hann líkt og hann sé fyrirliði,“ sagði Holland um Coady.

Coady hefur spilað fimm landsleiki á ferlinum og það verður að teljast ólíklegt að sjá sjötti komi í kvöld er England leikur til úrslita á EM.

Leikur Englands og Ítalíu hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×