Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. júlí 2021 07:01 Fyrir vinnu og starfsframa er ágætt að vanda sig alltaf við það hvað, hvenær og hvernig fólk birtir stöðufærslur eða ummæli á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. Við gerum okkur flest grein fyrir því að það hvað við birtum á samfélagsmiðlunum skiptir máli. Til dæmis getur þetta skipt mjög miklu máli þegar að við erum í atvinnuleit. En það getur líka skipt máli þegar að við erum í starfi. Í umfjöllun á BBC Worklife kemur til dæmis fram að það getur virkað neikvætt á vinnuveitendur og viðskiptavini ef þú birtir mjög oft myndir og stöðufærslur á Facebook. Fólk fer einfaldlega að velta því fyrir sér hvort tíminn sem fer í samfélagsmiðlana sé ekki of mikill og taki fókusinn frá vinnu og þeim verkefnum sem þar eru. Í umfjöllun á Business Insider er því einfaldlega haldið fram að í einhverjum tilvikum geti vinnuveitendur velt því fyrir sér hvort þú sért á of góðum launum miðað við það sem sést á samfélagsmiðlunum. Eða rétta manneskjan í starfið? Þá segir í umfjöllun á Forbes frá því hvernig vinnuveitendur hafa unnið dómsmál í Bandaríkjunum með því einu að vísa til myndbirtinga á Facebook. Í því tilviki sem hér um ræðir var umfjöllun um mann sem var á biðlista eftir aðgerð á öxl. Í veikindafríinu fylgdist vinnuveitandinn með því hvað viðkomandi var að gera og af þeim myndum var ekki annað hægt að sjá en að hann hefði átt að vera vel vinnufær. Maðurinn tapaði málinu. Á netinu er einnig hægt að finna fjölmargar greinar um það hvers vegna fólk ætti að fara varlega í að pósta of mikið af myndum úr fríinu, á meðan fólk er í fríi. Því oft gefa þær stöðufærslur of miklar upplýsingar um það hvenær heimilið þitt stendur tómt og gæti því orðið að vettvangi fyrir innbrot og þjófnað. Hér virðist því gilda að finna hinn gullna meðalveg. Því þótt margir finni að því að fólk birti mjög mikið á samfélagsmiðlum, geta samfélagsmiðlar líka hjálpað starfsframanum og atvinnuleitinni. Sem dæmi um nokkur góð ráð til að finna hinn gullna meðalveg, er til dæmis hægt að styðjast við nokkur góð ráð af vefsíðunni The Muse. 1. Vandaðu þig Veldu vel hvað þú birtir, hvernig þú orðar hlutina og hvað þú segir eða hvenær. Þetta á líka við um þau ummæli sem þú skrifar hjá öðrum. 2. Æskilegt að forðast pólitíska umræðu Það er talið æskilegt fyrir starfsframann að fólk haldi pólitískum skoðunum sínum frá skrifum á samfélagsmiðlum. Eflaust mótmæla þessu ráði helst, þeir einstaklingar sem eru mjög skoðanafastir í pólitík og sjá samfélagsmiðlana einmitt sem vettvang til að tjá sig. Það fólk sem vill hins vegar að ásýnd sín á samfélagsmiðlum sé starfsframanum til góðs, ætti að íhuga þetta atriði vel. 3. Ekki birta of mikið eða of oft Við eigum öll vini á samfélagsmiðlum sem virðast nánast ekki gera neitt nema að það birtist á samfélagsmiðlunum. Almennt er mælt með því að birta ekki of mikið eða of oft. Í raun er gott að miða við að ef fólk fær á tilfinninguna að þú nánast gerir „ekkert“ nema að segja frá því, þá er það of mikið. 4. Lærðu betur á friðhelgisstillingarnar Ef þér finnst rosalega leiðinlegt að þurfa að draga mikið úr stöðufærslum á samfélagsmiðlum getur ein góð leið verið að læra betur á friðhelgisstillingar. Því þannig getur þú birt sumar stöðufærslur án þess að allir vinirnir sjái þær. Eða fjölgað lokuðum vinahópssíðum. 5. Ekki birta á vinnutíma Þá er mælt með því að fólk sé ekki að birta persónulegar stöðufærslur, til dæmis myndbirtingar úr fríi eða áhugamálum með vinum, á vinnutíma. Góðu ráðin Tengdar fréttir Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Við gerum okkur flest grein fyrir því að það hvað við birtum á samfélagsmiðlunum skiptir máli. Til dæmis getur þetta skipt mjög miklu máli þegar að við erum í atvinnuleit. En það getur líka skipt máli þegar að við erum í starfi. Í umfjöllun á BBC Worklife kemur til dæmis fram að það getur virkað neikvætt á vinnuveitendur og viðskiptavini ef þú birtir mjög oft myndir og stöðufærslur á Facebook. Fólk fer einfaldlega að velta því fyrir sér hvort tíminn sem fer í samfélagsmiðlana sé ekki of mikill og taki fókusinn frá vinnu og þeim verkefnum sem þar eru. Í umfjöllun á Business Insider er því einfaldlega haldið fram að í einhverjum tilvikum geti vinnuveitendur velt því fyrir sér hvort þú sért á of góðum launum miðað við það sem sést á samfélagsmiðlunum. Eða rétta manneskjan í starfið? Þá segir í umfjöllun á Forbes frá því hvernig vinnuveitendur hafa unnið dómsmál í Bandaríkjunum með því einu að vísa til myndbirtinga á Facebook. Í því tilviki sem hér um ræðir var umfjöllun um mann sem var á biðlista eftir aðgerð á öxl. Í veikindafríinu fylgdist vinnuveitandinn með því hvað viðkomandi var að gera og af þeim myndum var ekki annað hægt að sjá en að hann hefði átt að vera vel vinnufær. Maðurinn tapaði málinu. Á netinu er einnig hægt að finna fjölmargar greinar um það hvers vegna fólk ætti að fara varlega í að pósta of mikið af myndum úr fríinu, á meðan fólk er í fríi. Því oft gefa þær stöðufærslur of miklar upplýsingar um það hvenær heimilið þitt stendur tómt og gæti því orðið að vettvangi fyrir innbrot og þjófnað. Hér virðist því gilda að finna hinn gullna meðalveg. Því þótt margir finni að því að fólk birti mjög mikið á samfélagsmiðlum, geta samfélagsmiðlar líka hjálpað starfsframanum og atvinnuleitinni. Sem dæmi um nokkur góð ráð til að finna hinn gullna meðalveg, er til dæmis hægt að styðjast við nokkur góð ráð af vefsíðunni The Muse. 1. Vandaðu þig Veldu vel hvað þú birtir, hvernig þú orðar hlutina og hvað þú segir eða hvenær. Þetta á líka við um þau ummæli sem þú skrifar hjá öðrum. 2. Æskilegt að forðast pólitíska umræðu Það er talið æskilegt fyrir starfsframann að fólk haldi pólitískum skoðunum sínum frá skrifum á samfélagsmiðlum. Eflaust mótmæla þessu ráði helst, þeir einstaklingar sem eru mjög skoðanafastir í pólitík og sjá samfélagsmiðlana einmitt sem vettvang til að tjá sig. Það fólk sem vill hins vegar að ásýnd sín á samfélagsmiðlum sé starfsframanum til góðs, ætti að íhuga þetta atriði vel. 3. Ekki birta of mikið eða of oft Við eigum öll vini á samfélagsmiðlum sem virðast nánast ekki gera neitt nema að það birtist á samfélagsmiðlunum. Almennt er mælt með því að birta ekki of mikið eða of oft. Í raun er gott að miða við að ef fólk fær á tilfinninguna að þú nánast gerir „ekkert“ nema að segja frá því, þá er það of mikið. 4. Lærðu betur á friðhelgisstillingarnar Ef þér finnst rosalega leiðinlegt að þurfa að draga mikið úr stöðufærslum á samfélagsmiðlum getur ein góð leið verið að læra betur á friðhelgisstillingar. Því þannig getur þú birt sumar stöðufærslur án þess að allir vinirnir sjái þær. Eða fjölgað lokuðum vinahópssíðum. 5. Ekki birta á vinnutíma Þá er mælt með því að fólk sé ekki að birta persónulegar stöðufærslur, til dæmis myndbirtingar úr fríi eða áhugamálum með vinum, á vinnutíma.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01
Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00