Fótbolti

Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ítalir fögnuðu sigri í kvöld.
Ítalir fögnuðu sigri í kvöld. Claudio Villa/Getty Images

Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum.

Leikurinn fór 1-1 eftir bæði venjulegan leiktíma, þar sem varnarmennirnir Luke Shaw og Leonardo Bonucci skoruðu sitt markið hvor. Ekkert var skorað í framlengingu og þurfti því til vítaspyrnukeppni. Harry Kane skoraði þar úr fyrstu spyrnu Englendinga, sem og Harry Maguire úr annarri spyrnunni og var staðan þá 2-1 eftir klúður Ítalans Andrea Belotti.

Þá komu hins vegar klúður frá Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka, þar sem Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala varði frá þeim tveimur síðarnefndu, sem urðu þess valdandi að Ítalía vann 3-2 í vítakeppninni og tryggðu sér þannig Evróputitilinn.

Giorgio Chiellini, fyrirliði Ítalíu, lyfti titlinum í leikslok en mörkin, vítakeppnina og verðlaunaafhendinguna má sjá í spilaranum að neðan.

Klippa: England - Ítalía

Tengdar fréttir

„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“

Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld.

„Verður sárt það sem eftir lifir ferilsins“

Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum niðurbrotinn eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum.

„Hann kemur til Rómar“

Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×