Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 12:01 Konungurinn Giorgio Chiellini með bikarinn og við hlið hans er leikmaður mótsins, markvörðurinn Gianluigi Donnarumma. Riccardo De Luca/Getty Images Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45