Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 11:43 Jones birti myndband af sér spila tilfinningaþrunginn blús eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Vísir/Getty Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum. EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni háðu Ítalía og England einvígi á Wembley í gær í von um að tryggja sér sigur á Evrópumótinu í knattspyrnu 2020. Ítalir báru sigur úr bítum eftir spennandi leik í vítaspyrnukeppni. Von Englendinga um að „bikarinn kæmi heim“ eftir 55 ára bið er því á enda en þeir fá annað tækifæri til að sigra stórmót á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Englendingar sigruðu síðast stórmót árið 1966 þegar þeir höfðu betur gegn Vestur-Þýskalandi á Heimsmeistaramótinu sem haldið var á Englandi. Margir Englendingar hefðu líklega viljað að aðrir fótboltaáhugamenn brygðust við af sömu ró og Jones en ástandið var vægast sagt slæmt í Lundúnum í gær. Svekktar fótboltabullur leituðu á götur út og var meðal annars vegglistaverki af enska liðsmanninum Marcus Rashford, sem klúðraði vítaspyrnu, eyðilögð í nótt. Disgusting racial abuse of England players , yobs storming into Wembley and Leicester Sq trashed why would football want to come home to this anyway? pic.twitter.com/4ZTFdW85EY— Mark Austin (@markaustintv) July 12, 2021 Hálfgert ófremdarástand skapaðist fyrir utan Wembley leikvanginn fyrir leikinn í gær þar sem um hundrað æstir fótboltaáhugamenn ruddu sér leið í gegn um vegatálma og reyndu að ryðja sér inn á leikvanginn sjálfan. Engum þeirra tókst þó að koma sér inn á völlinn. Þá hafa fótboltabullur í Englandi verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð gegn Rashford, Jadon Sancho og unga leikmanninum Bukayo Saka. Þeir tóku allir þátt í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu en klúðruðu allir sínum skotum.
EM 2020 í fótbolta England Ítalía Tengdar fréttir Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01
Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45