Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2021 22:56 Fjölmennt var á Langahrygg á laugardag. KMU Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fyrir ferðamenn og þá sem gera út á eldgosið var þetta himnasending aðfararnótt laugardags þegar gígurinn fór aftur að spúa eldi og eimyrju eftir fjögurra daga goshlé. Bjartviðri var á svæðinu á laugardag, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2, og fékkst þá góð sýn af Langahrygg, sem orðinn er vinsælasti útsýnisstaðurinn. Af Langahrygg blasir eldgígurinn við. Fjær lengst til vinstri sést svonefndur Gónhóll, sem var aðalútsýnisstaðurinn áður en hraunið girti fyrir hann.KMU Þangað er um klukkustundar gangur frá bílastæðum við Suðurstrandarveg um gönguleið C. Í góðu skyggni sést þaðan vel yfir á gígopið en einnig yfir hraunbreiðurnar. Þyrluflugið tók einnig við sér þegar birti til og mátti sjá þrjár til fjórar þyrlur samtímis á sveimi yfir gosstöðvunum, bæði frá þyrluflugfélögum og Landhelgisgæslunni. Kraumandi hrauntjörnin í gígnum. Til hægri sést hraunáin renna frá gígnum um göng.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Gæsluþyrlan flutti liðsmenn úr eldfjalla- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands á svæðið og tóku þeir þessar drónamyndir af gígnum til að gera úttekt á virkni hans. Jóna Sigurlína Pálmadóttir meistaranemi stýrði flugi drónans. Myndirnar sýna vel kraumandi hrauntjörnina en einnig hvernig hraunelfan rennur frá gígnum um göng. Þaðan flæddi hraunáin á talsverðum hraða til austurs niður í Meradali en þar ógnar hraunið engum mannvirkjum. Hraunáin rennur úr göngunum til Meradala.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands Erlendir ferðamenn virðast núna vera yfirgnæfandi í hópi gosferðalanga. Íslendingar sem voru á svæðinu giskuðu á að útlendingar væru um níutíu prósent gesta og mátti heyra þá hrópa af hrifningu þegar kvikustrókarnir þeyttust til himins. Lítið hefur sést til gossins í dag vegna þoku en óróamælir Veðurstofunnar á Fagradalsfjalli sýnir að það hefur haldið svipuðum takti í dag og var um helgina. Óróaritið sýnir að ekkert lát hefur verið á eldgosinu frá því það tók sig upp að nýju aðfararnótt laugardags eftir fjögurra sólarhringa hlé.Veðurstofa Íslands Samkvæmt teljurum voru um þrjú þúsund manns á staðnum á laugardag og litlu færri á sunnudag. Svo virðist sem slæmt skyggni breyti litlu um fjölda útlendinga. Þeir láta sér þá bara nægja að skoða nýja hraunið í Nátthaga en þangað er innan við hálftíma gangur frá þjóðveginum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira