Segist „hata frekar mikið“ að vera forstjóri Tesla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:18 Elon Musk, forstjóra Tesla, finnst greinilega ekki gaman að vera forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki njóta sín í því hlutverki. Fyrir dómstól í Bandaríkjunum komst hann reyndar svo að orði að hann „hataði það frekar mikið.“ „Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna. Tesla Bandaríkin Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Ég myndi mun frekar vilja verja tíma mínum í hönnun og verkfræði,“ sagði Musk í upphafi réttarhalda sem nú fara fram og hann er aðili að. Hann hefur verið sakaður um að þrýsta á stjórnarmenn í Tesla, fyrirtæki sínu, til þess að kaupa sólarrafhlöðufyrirtæki á 2,6 milljarða dollara, meira en 320 milljarða íslenskra króna. Þegar viðskiptin áttu sér stað átti Musk 22 prósenta hlut í Tesla og nánast jafn hátt hlutfall í umræddu sólarorkufyrirtæki, SolarCity, sem einhverjir úr hluthafahópi Tesla hafa haldið fram að hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrirtækið var stofnað af frændum Musk. Sjálfur kveðst Musk ekki hafa hagnast á gjörningnum og neitar því að hafa beitt stjórnarmeðlimi Tesla þrýstingi til þess að fá viðskiptin í gegn. Samningurinn hafi einfaldlega verið liður í áætlun hans um að búa til ódýr farartæki, knúin af grænni orku. Engu að síður hefur hópur hluthafa farið fram á að Musk endurgreiði Tesla persónulega þá 2,6 milljarða sem fyrirtækið reiddi fram fyrir SolarPanels. Ef sú yrði niðurstaða dómsins yrði það ein hæsta upphæð sem einstaklingi hefur verið gert að greiða í dómsmáli, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Musk er metinn á 168 milljarða bandaríkjadollara, eða yfir 27 þúsund milljarða íslenskra króna.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira