Myndbandið er tilkomumikið og sýnir hrauntjörn í gígnum þar sem svokölluð afgösun kvikunnar úr gosinu fer fram, það er að segja, gasið losnar frá kvikunni sem rennur síðan sem hraun í átt til Meradala. Það má sjá hér að neðan.
Fulltrúar hópsins komust upp á Gónhól, sem áður var vinsæll útsýnisstaður yfir gossvæðið áður en hraun lokaði gönguleiðinni upp á hann, með hjálp Landhelgisgæslunnar. Þar var hópurinn staddur til þess að gera úttekt á gosvirkninni ofan í gígnum sjálfum.
Það var svo gert með hjálp myndefnis úr drónanum, sem flogið var af meistaranemanum Jónu Sigurlínu Pálmadóttur.