Ætla að blanda bóluefni eins og enginn sé morgundagurinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:42 Talsverð röð hefur myndast fyrir utan höllina, líkt og oft áður á bólusetningardögum. Vísir/Vésteinn Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent