Ætla að blanda bóluefni eins og enginn sé morgundagurinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:42 Talsverð röð hefur myndast fyrir utan höllina, líkt og oft áður á bólusetningardögum. Vísir/Vésteinn Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni, að vel hafi gengið að bólusetja framan af degi. Sjálf var hún að blanda bóluefni í húsakynnum heilsugæslunnar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Í dag er svokallaður „opinn dagur“ í bólusetningu. Þannig býðst fólki sem ekki hefur fengið bólusetningu að koma í dag og fá fyrri skammt af bóluefni Pfizer, áður en heilsugæslan gerir hlé á bólusetningum og fer í frí. Sá hópur þarf þó að bíða í fimm vikur eftir seinni skammti, en ekki þrjár, eins og venjan hefur verið með umrætt bóluefni. Bólusetningardeginum í dag lýkur um klukkan tvö. Ragnheiður segist litlar áhyggjur hafa af því að eftirspurn eftir fyrri skammti í dag verði meiri en framboðið, enda sé til mikið af bóluefni í landinu. „Við ætlum bara að blanda eins og enginn sé morgundagurinn. Ef efnið hjá okkur klárast þá ætlum við að vera í sambandi við Distica, sem flytur bóluefnið inn, um að fá meira,“ segir Ragnheiður. Nokkur röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, og samanstendur hún bæði af þeim sem eru að sækja sér seinni sprautuna sem og þeim sem eru óbólusettir en vilja bæta úr því. #röðin.Vísir/Eiður
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira