Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Ung kona sem hefur síðustu þrjú ár verið ofsótt á netinu með skaðlegum lygum um hana og fölsuðum auglýsingum, þar sem hún er sögð veita gróft kynlíf, segist upplifa sig algjörlega varnarlausa. Berghildur Erla ræðir við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig deildarstjóra kynferðisbrotadeildar sem segir afar erfitt að hafa upp á gerendum í svona málum.

Í fréttatímanum verður rætt við sóttvarnalækni sem hefur áhyggjur af utanlandsferðum Íslendinga. Íbúi á Tenerife lætur þó vel af stöðunni á Spáni.

Þá verður fjallað um fjölda íslenskra áhrifavalda sem hafa lent í klóm erlends tölvuþrjóts. Fjallað verður um lága vatnshæð Þórisvatns og við fáum að vita allt um opna bólusetningardaginn hjá Ragnheiði Erlendsdóttur, hjá heilsugæslunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×