„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:30 Hulda hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. Úr einkasafni Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira