Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59