Misstu af Símamótinu vegna sóttkvíar en ætla að keppa við meistaraflokk karla í staðinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 20:01 Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Vísir Ellefu og tólf ára stelpur í fimmta flokki KR gátu ekki keppt á Símamótinu um helgina þar sem liðið þurfti allt í sóttkví vegna kórónuveirusmits. Í staðinn ætla þær að keppa við strákana í meistaraflokki og eru þær ekki í neinum vafa um hvor vinni þann leik. Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar. Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Símamótið fór fram um helgina en þar kepptu þrjú þúsund stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki í fótbolta. Á mótið vantaði stelpurnar í fimmta flokki KR þar sem kórónuveirusmit í liðinu setti strik í reikninginn. „Daginn áður en við heyrðum fréttirnar þá fóru allar KR stelpurnar saman í sund og svo þegar við komum heim var okkur sagt að við þurftum allar að fara í sóttkví og kæmumst ekki á Símamótið,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Hvernig leið ykkur þegar þið heyrðuð að þið mættuð ekki taka þátt á mótinu? „Mjög illa, ekki vel,“ sagði Steinunn, knattspyrnukona í 5. flokki KR. Samhliða því að sparka í bolta í sóttkvínni brölluðu þær ýmislegt. Borðuðu nammi og héldu á lofti í sóttkví Hvað gerðuð þið í sóttkví? „Borðaði fullt af nammi. Já ég var eiginlega bara í símanum og borðaði, það er það eina sem ég gerði. Já maður gerði ekkert í þessu sóttkví,“ sögðu Rakel, Ingibjörg og Togga, knattspyrnukonur. Íunn Eir Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins fékk atvinnumenn í íþróttinni til að senda stelpunum kveðjur og úr varð hvatningarmyndband. Veigra sér ekki við því að keppa við meistaraflokk „Við sendum miklar baráttukveðjur. Þið komið bara sterkari út úr þessu: Áfram KR,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í KR. „Sendum ykkur baráttu- og stuðningskveðjur og vorum svona að spá hvort þið þorið kannski að taka leik við okkur meistaraflokk karla í KR í staðinn þegar þið eruð lausar úr sóttkvínni?“ spyr Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður hjá meistaraflokki karla. Steplurnar veigra sér ekki við því. Stórleikurinn fer að öllum líkindum fram í næstu viku. Ætlið þið ekki að vinna þá? „Jú við ætlum að rústa þeim,“ segja stelpurnar í kór. Hverjir eru bestir? „KR.“ hrópa stelpurnar.
Fótbolti Íþróttir barna KR Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira