Tveir blaðamenn eru á meðal þeirra sem Ingólfur Þórarinsson krefur um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna frétta og ummæla um hann. Fjallað verður um málið í fréttatímanum. Þá verður sagt frá áætlunum Icelandair að nota vetnis- og rafmagnsflugvélar í innanlandsflugi.
Sýnt verður frá síðasta bólusetningardeginum í Laugardalshöll og rætt við starfsfólkið sem hefur staðið vaktina síðustu mánuði — og bólusett nær alla fullorðna höfuðborgarbúa.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.