Viðbragðsaðilar fjölmenntu á byggingarsvæði í Reykjanesbæ á öðrum tímanum í dag eftir tilkynningu um að maður hafi orðið undir steini.
Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið.
Lögreglan á Suðurnesjum verst frekari frétta af slysinu að svo stöddu.
Fréttin verður uppfærð.