Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júlí 2021 18:08 Hér sést Sharon Rivers við leiði dóttur sinnar, Victoriu, sem lést af völdum of stórs skammts fíkniefna í september 2019, þá 21 árs gömul. Myndin er tekin í New York. AP/Kathy Willens Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. Árið 2019 létust 72 þúsund manns vegna of stórs skammts. Um er að ræða 29 prósenta hækkun og er það mesta hækkun sem orðið hefur í þessum málaflokki í Bandaríkjunum. Dauðsföll vegna fíkniefnaneyslu hafa verið stórt vandamál í Bandaríkjunum en svo virðist sem samkomubann og aðrar takmarkanir sem fylgt hafa heimsfaraldrinum hafi bætt verulega í vandann. Engar vísbendingar eru um fjölgun þeirra sem ánetjast fíkniefnum, heldur virðist aukningin vera á meðal þeirra sem háðir voru fyrir. Ætla má að aðstæður í heimsfaraldrinum hafi einangrað þá sem háðir voru og gert erfiðara fyrir þá að sækja sér aðstoð. Yfir 60 prósent dauðsfallanna má rekja til neyslu á Fentanyli, sem þróað er til þess að meðhöndla krabbameinssjúklinga eða aðra sem glíma við mikinn sársauka. Sala á Fentanyli hefur aukist á svörtum markaði og er því gjarnan blandað við önnur fíkniefni eins og heróín eða kókaín. Fíkniefnaneysla útskýrir þó aðeins lítinn hluta þeirra heildardauðsfalla sem urðu í Bandaríkjunum í fyrra. Alls létust 3,3 milljónir og er það hæsta tíðni dauðsfalla sem orðið hefur á einu ári. Þar af voru 378 þúsund andlát vegna Covid-19. Fíkn Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Árið 2019 létust 72 þúsund manns vegna of stórs skammts. Um er að ræða 29 prósenta hækkun og er það mesta hækkun sem orðið hefur í þessum málaflokki í Bandaríkjunum. Dauðsföll vegna fíkniefnaneyslu hafa verið stórt vandamál í Bandaríkjunum en svo virðist sem samkomubann og aðrar takmarkanir sem fylgt hafa heimsfaraldrinum hafi bætt verulega í vandann. Engar vísbendingar eru um fjölgun þeirra sem ánetjast fíkniefnum, heldur virðist aukningin vera á meðal þeirra sem háðir voru fyrir. Ætla má að aðstæður í heimsfaraldrinum hafi einangrað þá sem háðir voru og gert erfiðara fyrir þá að sækja sér aðstoð. Yfir 60 prósent dauðsfallanna má rekja til neyslu á Fentanyli, sem þróað er til þess að meðhöndla krabbameinssjúklinga eða aðra sem glíma við mikinn sársauka. Sala á Fentanyli hefur aukist á svörtum markaði og er því gjarnan blandað við önnur fíkniefni eins og heróín eða kókaín. Fíkniefnaneysla útskýrir þó aðeins lítinn hluta þeirra heildardauðsfalla sem urðu í Bandaríkjunum í fyrra. Alls létust 3,3 milljónir og er það hæsta tíðni dauðsfalla sem orðið hefur á einu ári. Þar af voru 378 þúsund andlát vegna Covid-19.
Fíkn Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira