Middleton bestur þegar mest á reyndi og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 07:31 Khris Middleton var aðalmaðurinn hjá Milwaukee Bucks í sigrinum á Phoenix Suns í nótt. getty/Jonathan Daniel Khris Middleton skoraði fjörutíu stig þegar Milwaukee Bucks jafnaði metin í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með 109-103 sigri á Phoenix Suns í nótt. Staðan í einvíginu er nú 2-2 en allir leikirnir í því hafa unnist á heimavelli. Fimmti leikur liðanna fer fram í Phoenix aðfaranótt laugardags. Middleton hafði haft frekar hægt um sig í úrslitaeinvíginu en átti frábæran leik í nótt. Sem fyrr sagði skoraði hann fjörutíu stig, þar af tíu í röð undir lok leiks. Milwaukee var sex stigum undir fyrir hann, 76-82, en var sterkari aðilinn þegar mest var undir. @Khris22m's #NBAPlayoffs career-high 40 POINTS propel the @Bucks to victory, tying the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 5: Saturday, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/807eZqygKG— NBA (@NBA) July 15, 2021 Giannis Antetokounmpo, sem skoraði samtals 83 stig í öðrum og þriðja leiknum, var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í nótt auk þess sem hann varði skot frá Deandre Ayton á ögurstundu. EVERY ANGLE of @Giannis_An34's CLUTCH BLOCK! #ThatsGame #NBAFinals Game 5: Saturday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/PKsPkSYnIs— NBA (@NBA) July 15, 2021 Brook Lopez skoraði fjórtán stig og Jrue Holiday þrettán. Pat Connaughton kom með ellefu stig og níu fráköst af bekknum. Eftir slaka frammistöðu í síðasta leik var Devin Booker sjóðheitur í nótt. Hann skoraði 42 stig og hitti úr sautján af 28 skotum sínum. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum og spilaði lítið í 4. leikhluta. @DevinBook went off for 42 POINTS on 17-28 shooting in Game 4. #ThatsGame #NBAFinalsGame 5: Sat, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/oFs3b5i0DQ— NBA (@NBA) July 15, 2021 Chris Paul skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Jae Crowder var með fimmtán stig og Ayton með sex en tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Milwaukee hitti illa fyrir utan (24,1 prósent) en tapaði boltanum aðeins fimm sinnum en Phoenix sautján sinnum. Milwaukee skoraði 24 stig eftir tapaða bolta hjá Phoenix. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira
Staðan í einvíginu er nú 2-2 en allir leikirnir í því hafa unnist á heimavelli. Fimmti leikur liðanna fer fram í Phoenix aðfaranótt laugardags. Middleton hafði haft frekar hægt um sig í úrslitaeinvíginu en átti frábæran leik í nótt. Sem fyrr sagði skoraði hann fjörutíu stig, þar af tíu í röð undir lok leiks. Milwaukee var sex stigum undir fyrir hann, 76-82, en var sterkari aðilinn þegar mest var undir. @Khris22m's #NBAPlayoffs career-high 40 POINTS propel the @Bucks to victory, tying the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 5: Saturday, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/807eZqygKG— NBA (@NBA) July 15, 2021 Giannis Antetokounmpo, sem skoraði samtals 83 stig í öðrum og þriðja leiknum, var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í nótt auk þess sem hann varði skot frá Deandre Ayton á ögurstundu. EVERY ANGLE of @Giannis_An34's CLUTCH BLOCK! #ThatsGame #NBAFinals Game 5: Saturday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/PKsPkSYnIs— NBA (@NBA) July 15, 2021 Brook Lopez skoraði fjórtán stig og Jrue Holiday þrettán. Pat Connaughton kom með ellefu stig og níu fráköst af bekknum. Eftir slaka frammistöðu í síðasta leik var Devin Booker sjóðheitur í nótt. Hann skoraði 42 stig og hitti úr sautján af 28 skotum sínum. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum og spilaði lítið í 4. leikhluta. @DevinBook went off for 42 POINTS on 17-28 shooting in Game 4. #ThatsGame #NBAFinalsGame 5: Sat, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/oFs3b5i0DQ— NBA (@NBA) July 15, 2021 Chris Paul skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Jae Crowder var með fimmtán stig og Ayton með sex en tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Milwaukee hitti illa fyrir utan (24,1 prósent) en tapaði boltanum aðeins fimm sinnum en Phoenix sautján sinnum. Milwaukee skoraði 24 stig eftir tapaða bolta hjá Phoenix. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Sjá meira