Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 07:04 Ólöf Tara birtir mynd af kröfubréfunum og á henni að skilja að hún ætli ekki að verða við kröfunni. Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23