Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 10:03 Norska liðið vildi fá að spila í stuttbuxum á EM kvenna í strandhandbolta en það mæltist ekki vel fyrir hjá skipuleggjendum mótsins. getty/Ilnar Tukhbatov Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio. Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio.
Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti