Jón Þór tekur við Vestra af Heiðari Birni Torleifssyni sem sagði starfi sínu lausu í vikunni. Hann stýrir Vestra í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Þrótti á laugardaginn.
Jón Þór þjálfaði íslenska kvennalandsliðið á árunum 2018-20 og kom því á EM. Áður starfaði hann hjá ÍA og Stjörnunni. Í sumar hefur hann verið sérfræðingur Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla.
Samkvæmt Fótbolta.net gáfu bæði Rúnar Páll Sigmundsson og Rafn Markús Vilbergsson Vestra afsvar.
Vestri er í 6. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig eftir ellefu leiki.