Innlent

Blæddi úr eyrum og munni og kastað upp eftir árás þriggja

Jakob Bjarnar skrifar
Róstursamt var í Bankastrætinu í kringum 23:30 í gær en þá gengu þrír í skrokk á manni með þeim afleiðingum að blæddi úr eyrum og munni. Þurfti að kalla til sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á spítala til aðhlynningar. Líðan hans liggur ekki fyrir að sögn lögreglu.
Róstursamt var í Bankastrætinu í kringum 23:30 í gær en þá gengu þrír í skrokk á manni með þeim afleiðingum að blæddi úr eyrum og munni. Þurfti að kalla til sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á spítala til aðhlynningar. Líðan hans liggur ekki fyrir að sögn lögreglu. aðsend

Nokkur viðbúnaður var undir miðnætti í gær í Bankastræti, fyrir framan skemmtistaðinn Prikið en þá hafði verið gengið í skrokk á ónefndum manni.

Samkvæmt frásögn sjónarvottar réðust þrír á einn og létu högg og spörk dynja á manninum með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans og eyrum og svo kastaði fórnarlambið upp.

Í kjölfarið komu að lögregla og sjúkraflutningamenn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er rannsókn málsins á frumstigi. Verið er að reyna að bera kennsl á þá sem að árásinni stóðu og hafa upp á því.

Eins og sjá má komu auk lögreglu tveir sjúkrabílar á vettvang.aðsend

„Þetta fer í bunkann og verður afgreitt eftir alvarleika. Það á eftir að koma í ljós, ástandið á manninum,“ segir Jóhann Karl en lögregla bíður nú eftir skýrslu frá lækni.

Spurður hvort alvarlegar líkamsárásir í miðborginni séu regla fremur en undantekning, segir Jóhann Karl að þetta sé kannski ekki algengt en komi þó reglulega fyrir og þá séu allskyns undirliggjandi ástæður fyrir því.

„Svo sem engin lína í því. En það er ekki svo að hér fari um hópar og berji fólk að tilefnislausu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×