Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 13:00 Will Zalatoris fékk örn á 12. holu á Royal St George’s golfvellinum sem Opna breska meistaramótið fer fram á. getty/Charlie Crowhurst Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira