Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 13:00 Will Zalatoris fékk örn á 12. holu á Royal St George’s golfvellinum sem Opna breska meistaramótið fer fram á. getty/Charlie Crowhurst Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Zalatoris fékk örninn (tvö högg undir pari) á 12. holu sem er par fjögur hola. Hann átti þá glæsilegt högg og boltinn endaði ofan í holunni eins og sjá má hér fyrir neðan. And here is how he did it Follow all the action https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/p52k5KcvEo— The Open (@TheOpen) July 15, 2021 Zalatoris, sem er 24 ára, skaust fram á sjónarsviðið þegar hann endaði í 2. sæti á Masters mótinu í apríl á þessu ári. Hann lék þá á níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Hideki Matsuyama. Hann vakti ekki bara athygli fyrir góða frammistöðu á Masters heldur einnig fyrir það hversu líkur hann er kylfusveini Happys Gilmore í samnefndri gamanmynd frá 1996. Adam Sandler, sem lék Happy Gilmore, sendi Zalatoris meðal annars skilaboð á meðan á Masters stóð. Zalatoris svaraði þeim og sagðist ávallt til þjónustu reiðubúinn fyrir Happy Gilmore. If you re ever in need of a caddie again let me know. I ll be better this time. I m always available for you, Mr. Gilmore. https://t.co/R1e8awZIvh— Will Zalatoris (@WillZalatoris) April 12, 2021 Þegar þetta er skrifað er Zalatoris á tveimur höggum undir pari á Opna breska, þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jordan Spieth og Louis Oosthuzien. Auk arnarins hefur Zalatoris fengið fjóra fugla á fyrstu þrettán holunum. Fylgjast má með Opna breska í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsendingartíma má sjá hér. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira