Lögregla tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Mörgum þykir freistandi að birta ljósmyndir úr fríinu á samfélagsmiðlum. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum þar sem íbúar greina frá því að þeir séu í fríi og þar með að heiman. Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og telur lögregla fulla ástæðu til að vera á varðbergi. Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Lögreglumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Meðal annars er um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vespum, auk þess sem nokkuð hefur verið um innbrot í bíla, heimili, geymslur og á byggingarsvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ítarlega verður fjallað um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við yfirlögregluþjón sem lýsir ástandinu sem faraldri. Lögreglan brýnir fyrir fólki að fara varlega í að birta ljósmyndir á samfélagsmiðlum sem gefa til kynna að það sé að heiman. Þá er fólk hvatt til þess að geyma reiðhjól og vespur innandyra, ef það hefur tök á. Einnig eru umráðamenn ökutækja minntir á að hafa ekki hluti í augsýn, sem kunna að freista þjófa. Mikilvægt að ganga tryggilega frá „Viðbúið er að hinir illa fengnu hlutir séu boðnir til kaups og því nauðsynlegt að hafa varan á. Lögreglan ítrekar jafnframt að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í umhverfi þess,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglu. Vill lögreglan einnig minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum þegar fólk er að heiman í lengri eða skemmri tíma. Þá sé mælt með því að tilkynna nágrönnum um slíkt þar sem nágrannavarsla geti oft á tíðum skipt sköpum þegar kemur að því að koma í veg fyrir innbrot eða upplýsa þau. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, fara inn í garða og hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einum sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“
Lögreglumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent