ESPN greinir frá þessu. Solskjær vill spila 4-3-3 á næsta tímabili með einn varnarsinnaðan miðjumann en ekki tvo eins og á síðasta tímabili.
Solskjær notaði McTominay og Fred, eða McFred eins og þeir eru stundum kallaðir, í 28 leikjum á síðasta tímabili og veðjaði á þá í nánast öllum stóru leikjunum.
Með nýju leikkerfi gætu Bruno Fernandes og Paul Pogba fengið fleiri tækifæri til að spila saman á miðjunni og Donny van de Beek ætti að fá fleiri leiki en á síðasta tímabili.
United rær nú öllum árum að því að kaupa Raphaël Varane frá Real Madrid en Solskjær telur að koma franska miðvarðarins geri honum kleift að spila aðeins með einn varnarsinnaðan miðjumann. Varane á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid og ku vera tilbúinn fyrir nýja áskorun á ferlinum.
United hefur náð samkomulagi við Borussia Dortmund um kaup á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho en búið er við að hann verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins á allra næstu dögum.
Á síðasta tímabili endaði United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Villarreal í vítaspyrnukeppni.