Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júlí 2021 11:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. „Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
„Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30
Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31
Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30