Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. júlí 2021 17:00 KA menn vilja þrjú stig í dag. Vísir/Hulda Margrét Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem KA spilaði á Greifavellinum en fram að þessu höfðu þeir spilað sína heimaleiki á gervigrasvellinum á Dalvík. Leikurinn fór vel af stað, kraftur og barátta einkenndi leikinn. HK voru sterkari til að byrja með, voru á undan í flesta bolta og náðu oft góðu spili. KA menn áttu hins vegar fyrsta alvöru færi leiksins en það kom á sjöundu mínútu þegar gestirnir björguðu á línu eftir góðan skalla frá Dusan Brkovic. HK voru eins og áður sagði betri framan af hálfleiknum og náðu oft á tíðum að skapa mikinn usla í vörn heimamanna. Það var því gegn gangi leiksins að Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir heimamenn á 29. mínútu leiksins, aukaspyrna utan af velli og gott hlaup frá Ásgeiri inn á teig skilaði markinu en stórt spurningmerki við varnarvinnu gestanna í markinu. HK leitaði að jöfnunarmarki fyrir hálfleikinn en það tókst ekki. 1-0 stóðu leikar í hálfleik. Sama uppskrift var að upphafi seinni hálfleiksins og þeim fyrri. HK mættu baráttuglaðir og uppskáru færi strax á 46. mínútu. Jón Arnar Barðdal komst þá í ágætis stöðu innan teigs en skotið framhjá markinu úr fremur þröngri stöðu. Það voru hins vegar gul- og bláklæddu sem bættu við marki og var þar á ferðinni Daníel Hafsteinsson á 50. mínútu. Misheppnuð hreinsun frá marki gestanna gerði það að verkum að boltinn datt fyrir Daníel innan teigs sem þrumaði honum upp í þaknetið. Óverjandi fyrir Arnar Freyr í markinu. Eftir seinna markið hafði KA góð tök á leiknum. HK reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi og áttu oft á tíðum álitlega sóknir. Það vantaði hins vegar upp á endahnútinn og KA vann því nokkuð þægilega 2-0 sigur á heimavelli. KA er áfram í fimmta sætinu en bætir við sig þremur stigur. HK er hins vegar áfram í fallsæti með 10 stig. Afhverju vann KA ? Þeir ná inn þessu mikilvæga fyrsta marki sem breytir yfirleitt leikjum. Fram að því virtist HK líklegri, voru á undan í flesta bolta og voru að komast í ágætis stöður. Markið hjá KA gaf þeim ákveðna ró og kannski meiri trú á verkefninu. Hverjar stóðu upp úr? Miðvarðarparið hjá KA var frábært. Mikkel Qvist spilaði sinn fyrsta leik eftir endurkomu í KA núna í glugganum og var mjög góður. Dusan Brkovic átti stoðsendinguna í fyrra markið KA og átti fínan leik. Jón Arnar átti fína spretti í liði HK. Hvað gekk illa? Það gekk ekki vel hjá HK á skora mark og það varð þeim að falli í dag. Tvö varnarmistök sem verða að mörkum er líka sjaldan líklegt til árangus. Mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hvað gerist næst? KA heimsækir Leiknir R. í næstu umferð og HK bíður stórt verkefni að mæta toppliðið Vals. Hallgrímur Jónasson: Spilum ekki besta leikinn en skorum tvö mörk „Við erum bara virkilega ánægðir með þennan sigur. Gott að vera kominn á sinn heimavöll og gott að sjá svona mikið af fólki mæta. HK voru betri en við í fyrri hálfleik og bara hrós til þeirra en við skorum flott mark og fórum inn í hálfleikinn með 1-0 forystu. Mér fannst seinni hálfleikur fínn hjá okkur. Mér fannst þeir ekki hættulegir í þeim hálfleik, þeir áttu eitt hættulegt færi en annars fannst mér við vera að skapa. Það var heilsteyptari frammistaða hjá okkur í síðari hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 2-0 sigur KA á HK á Greifavellinum í dag. „Við höfum bara fengið 1 stig úr síðustu fjórum leikjum og það hefur verið slakt en spilamennskan hefur verið góð. Við höfum bara ekki verið að ná í úrslit sem er kannski öfugt í dag. Spilum ekki besta leikinn en skorum tvö fínn mörk. Það var mikilvægt að vinna þennan leik og fá þrjú stig.“ KA spilaði sinn fyrsta heimaleik á Greifavellinum í dag en þar hafa þeir ekki tapað leik í tvö ár í deild. Hins vegar hafði uppskerann á Dalvík ekki verið nægjanlega góð. „Við höfum ekki fengið nógu mörg stig á heimavellinum í sumar. Það er samt ekki vellinum á kenna, frábær völlur á Dalvík og frábært að leyfa okkur að vera þar. Við bara erum að klúðra sjálfir, t.d. vítinu á móti Víking R. og svo að vera að spila einu manni fleiri á móti KR en ná ekki að gera okkur mat úr því. Þetta er bara okkur sjálfum að kenna en auðvitað er frábært að spila í bænum. Grasið hefur því miður ekki verið að bjóða upp á þetta fyrr.“ HK voru betri framan af fyrri hálfleik en KA náði inn marki á 29. mínútu. „Það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki vegna þess að við vorum ekki að spila vel. Við vorum ekki ánægðir með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa skorað flott mark. Við vorum ánægðir með þetta mark því þetta er það sem við erum að leggja upp með. Markið gaf okkur ákveðna ró enda er seinni hálfleikur mun betri af okkar hálfu.“ KA er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig. Arnar þjálfari KA talaði um það eftir síðasta leik að KA hefði stimplað sig út úr toppbaráttunni. „Þetta er svo fljótt að gerast. Við þurfum bara að klára okkar leiki, við erum ekkert langt frá þessu núna. Við erum auðvitað langt frá fyrsta sætinu þannig við erum að einbeita okkur að fá okkar stig. Það er nóg eftir af þessu móti þannig nei það er ekki alveg farið. Við sáum í gær Val tapa fyrir ÍA. Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar þú ert að spila í Evrópukeppni að það er mjög erfitt, það er mikið af ferðalögum og svo að spila stóra leiki. Þannig það getur vel verið að þessi lið fari að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við bara að gera okkar.“ Mikkel Qvist spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag en hann kom í glugganum. Hann spilaði með KA á síðasta tímabili. „Við erum mjög ánægðir með hann. Við erum að fá hann inn á miðju tímabili og það að við þekkjum hann frá því í fyrra og að hann þekki okkur er mjög sterkt. Við erum gríðarlega ánægðir með hann. Við ákváðum að bíða aðeins með að spila honum og leyfa honum fyrst að æfa þannig þetta er hans fyrsti leikur. Spilar flottan leik og heldur hreinu þannig við erum mjög ánægðir með hann. Hann er vel liðinn.“ Brynjar Björn: Við þurfum að stoppa þessi einföldu mörk „Ég er mjög svekktur með tapið. Ef við lítum á leikinn og förum eitthvað að brjóta hann niður þá fá KA menn ekki mörg færi en skora úr þessu tveimur skotum á markið. Við fengum fína sénsa en vorum ekki að nýta þá og því fór sem fór,“ sagði Brynjar Björn eftir 2-0 tap á Greifavellinum í dag. HK spilaði vel framan af og voru líklegri en KA skoraði fyrsta mark leiksins. „Mörk breyta leikjum og mark KA manna gerði það. KA menn gátu bakkað og varið sína stöðu betur. Markið var ekki nógu gott af okkar hálfu. Þetta er dauður bolti út á miðjum velli, boltinn í gegn og hann skorar. Það er full einfalt.“ Liðið er í fallsæti með 10 stig. „Framhaldið lítur bara vel út fyrir mér. Við þurfum auðvitað að fara vinna leiki til að koma okkur út úr þeirri stöðu sem við erum í. Það er ennþá nóg af leikjum eftir, við höfum verið fínir í síðustu leikjum. Svekkjandi tap í dag til dæmis í fremur jöfnum leik.“ HK var að koma sér í fínar stöður í leiknum en náðu ekki að skora. „Það tókst ekki í dag. Við náðum góðum skotum, til dæmis Jonni sem nær góðu skoti en það er enginn til að fylgja eftir. Valli átti smá séns en skýtur beint á markið og Atli skýtur framhjá úr góðri stöðu. Ég get talið upp allavega 5 atriði þar sem við erum í góðum stöðum en náum ekki að koma boltanum í netið.“ „Við þurfum í fyrsta lagi að stoppa að fá á okkur einföld mörk sem við gerðum aðeins í dag. Svo þurfum við að vera líflegri og hafa meiri trú á því að boltinn sé að fara að enda í netinu.“ HK á topplið Vals í næsta leik. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Gaman að spila við liðið sem er á toppi deildarinnar og við erum bara með þannig hóp að við förum yfir þetta verkefni á morgun og undirbúum okkur fyrir það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA HK
Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem KA spilaði á Greifavellinum en fram að þessu höfðu þeir spilað sína heimaleiki á gervigrasvellinum á Dalvík. Leikurinn fór vel af stað, kraftur og barátta einkenndi leikinn. HK voru sterkari til að byrja með, voru á undan í flesta bolta og náðu oft góðu spili. KA menn áttu hins vegar fyrsta alvöru færi leiksins en það kom á sjöundu mínútu þegar gestirnir björguðu á línu eftir góðan skalla frá Dusan Brkovic. HK voru eins og áður sagði betri framan af hálfleiknum og náðu oft á tíðum að skapa mikinn usla í vörn heimamanna. Það var því gegn gangi leiksins að Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir heimamenn á 29. mínútu leiksins, aukaspyrna utan af velli og gott hlaup frá Ásgeiri inn á teig skilaði markinu en stórt spurningmerki við varnarvinnu gestanna í markinu. HK leitaði að jöfnunarmarki fyrir hálfleikinn en það tókst ekki. 1-0 stóðu leikar í hálfleik. Sama uppskrift var að upphafi seinni hálfleiksins og þeim fyrri. HK mættu baráttuglaðir og uppskáru færi strax á 46. mínútu. Jón Arnar Barðdal komst þá í ágætis stöðu innan teigs en skotið framhjá markinu úr fremur þröngri stöðu. Það voru hins vegar gul- og bláklæddu sem bættu við marki og var þar á ferðinni Daníel Hafsteinsson á 50. mínútu. Misheppnuð hreinsun frá marki gestanna gerði það að verkum að boltinn datt fyrir Daníel innan teigs sem þrumaði honum upp í þaknetið. Óverjandi fyrir Arnar Freyr í markinu. Eftir seinna markið hafði KA góð tök á leiknum. HK reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi og áttu oft á tíðum álitlega sóknir. Það vantaði hins vegar upp á endahnútinn og KA vann því nokkuð þægilega 2-0 sigur á heimavelli. KA er áfram í fimmta sætinu en bætir við sig þremur stigur. HK er hins vegar áfram í fallsæti með 10 stig. Afhverju vann KA ? Þeir ná inn þessu mikilvæga fyrsta marki sem breytir yfirleitt leikjum. Fram að því virtist HK líklegri, voru á undan í flesta bolta og voru að komast í ágætis stöður. Markið hjá KA gaf þeim ákveðna ró og kannski meiri trú á verkefninu. Hverjar stóðu upp úr? Miðvarðarparið hjá KA var frábært. Mikkel Qvist spilaði sinn fyrsta leik eftir endurkomu í KA núna í glugganum og var mjög góður. Dusan Brkovic átti stoðsendinguna í fyrra markið KA og átti fínan leik. Jón Arnar átti fína spretti í liði HK. Hvað gekk illa? Það gekk ekki vel hjá HK á skora mark og það varð þeim að falli í dag. Tvö varnarmistök sem verða að mörkum er líka sjaldan líklegt til árangus. Mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Hvað gerist næst? KA heimsækir Leiknir R. í næstu umferð og HK bíður stórt verkefni að mæta toppliðið Vals. Hallgrímur Jónasson: Spilum ekki besta leikinn en skorum tvö mörk „Við erum bara virkilega ánægðir með þennan sigur. Gott að vera kominn á sinn heimavöll og gott að sjá svona mikið af fólki mæta. HK voru betri en við í fyrri hálfleik og bara hrós til þeirra en við skorum flott mark og fórum inn í hálfleikinn með 1-0 forystu. Mér fannst seinni hálfleikur fínn hjá okkur. Mér fannst þeir ekki hættulegir í þeim hálfleik, þeir áttu eitt hættulegt færi en annars fannst mér við vera að skapa. Það var heilsteyptari frammistaða hjá okkur í síðari hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 2-0 sigur KA á HK á Greifavellinum í dag. „Við höfum bara fengið 1 stig úr síðustu fjórum leikjum og það hefur verið slakt en spilamennskan hefur verið góð. Við höfum bara ekki verið að ná í úrslit sem er kannski öfugt í dag. Spilum ekki besta leikinn en skorum tvö fínn mörk. Það var mikilvægt að vinna þennan leik og fá þrjú stig.“ KA spilaði sinn fyrsta heimaleik á Greifavellinum í dag en þar hafa þeir ekki tapað leik í tvö ár í deild. Hins vegar hafði uppskerann á Dalvík ekki verið nægjanlega góð. „Við höfum ekki fengið nógu mörg stig á heimavellinum í sumar. Það er samt ekki vellinum á kenna, frábær völlur á Dalvík og frábært að leyfa okkur að vera þar. Við bara erum að klúðra sjálfir, t.d. vítinu á móti Víking R. og svo að vera að spila einu manni fleiri á móti KR en ná ekki að gera okkur mat úr því. Þetta er bara okkur sjálfum að kenna en auðvitað er frábært að spila í bænum. Grasið hefur því miður ekki verið að bjóða upp á þetta fyrr.“ HK voru betri framan af fyrri hálfleik en KA náði inn marki á 29. mínútu. „Það var gríðarlega mikilvægt að ná inn þessu marki vegna þess að við vorum ekki að spila vel. Við vorum ekki ánægðir með frammistöðuna þrátt fyrir að hafa skorað flott mark. Við vorum ánægðir með þetta mark því þetta er það sem við erum að leggja upp með. Markið gaf okkur ákveðna ró enda er seinni hálfleikur mun betri af okkar hálfu.“ KA er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig. Arnar þjálfari KA talaði um það eftir síðasta leik að KA hefði stimplað sig út úr toppbaráttunni. „Þetta er svo fljótt að gerast. Við þurfum bara að klára okkar leiki, við erum ekkert langt frá þessu núna. Við erum auðvitað langt frá fyrsta sætinu þannig við erum að einbeita okkur að fá okkar stig. Það er nóg eftir af þessu móti þannig nei það er ekki alveg farið. Við sáum í gær Val tapa fyrir ÍA. Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar þú ert að spila í Evrópukeppni að það er mjög erfitt, það er mikið af ferðalögum og svo að spila stóra leiki. Þannig það getur vel verið að þessi lið fari að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við bara að gera okkar.“ Mikkel Qvist spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag en hann kom í glugganum. Hann spilaði með KA á síðasta tímabili. „Við erum mjög ánægðir með hann. Við erum að fá hann inn á miðju tímabili og það að við þekkjum hann frá því í fyrra og að hann þekki okkur er mjög sterkt. Við erum gríðarlega ánægðir með hann. Við ákváðum að bíða aðeins með að spila honum og leyfa honum fyrst að æfa þannig þetta er hans fyrsti leikur. Spilar flottan leik og heldur hreinu þannig við erum mjög ánægðir með hann. Hann er vel liðinn.“ Brynjar Björn: Við þurfum að stoppa þessi einföldu mörk „Ég er mjög svekktur með tapið. Ef við lítum á leikinn og förum eitthvað að brjóta hann niður þá fá KA menn ekki mörg færi en skora úr þessu tveimur skotum á markið. Við fengum fína sénsa en vorum ekki að nýta þá og því fór sem fór,“ sagði Brynjar Björn eftir 2-0 tap á Greifavellinum í dag. HK spilaði vel framan af og voru líklegri en KA skoraði fyrsta mark leiksins. „Mörk breyta leikjum og mark KA manna gerði það. KA menn gátu bakkað og varið sína stöðu betur. Markið var ekki nógu gott af okkar hálfu. Þetta er dauður bolti út á miðjum velli, boltinn í gegn og hann skorar. Það er full einfalt.“ Liðið er í fallsæti með 10 stig. „Framhaldið lítur bara vel út fyrir mér. Við þurfum auðvitað að fara vinna leiki til að koma okkur út úr þeirri stöðu sem við erum í. Það er ennþá nóg af leikjum eftir, við höfum verið fínir í síðustu leikjum. Svekkjandi tap í dag til dæmis í fremur jöfnum leik.“ HK var að koma sér í fínar stöður í leiknum en náðu ekki að skora. „Það tókst ekki í dag. Við náðum góðum skotum, til dæmis Jonni sem nær góðu skoti en það er enginn til að fylgja eftir. Valli átti smá séns en skýtur beint á markið og Atli skýtur framhjá úr góðri stöðu. Ég get talið upp allavega 5 atriði þar sem við erum í góðum stöðum en náum ekki að koma boltanum í netið.“ „Við þurfum í fyrsta lagi að stoppa að fá á okkur einföld mörk sem við gerðum aðeins í dag. Svo þurfum við að vera líflegri og hafa meiri trú á því að boltinn sé að fara að enda í netinu.“ HK á topplið Vals í næsta leik. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Gaman að spila við liðið sem er á toppi deildarinnar og við erum bara með þannig hóp að við förum yfir þetta verkefni á morgun og undirbúum okkur fyrir það.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti