Blótaði og braut kylfuna í bræðikasti Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 16:53 Tyrrell Hatton var vægast sagt pirraður á Royal St George vellinum í Sandwich í dag. Getty og Skjáskot Tyrrell Hatton á yfir höfði sér sekt eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á Opna breska mótinu í golfi í dag. Hann er úr leik á mótinu. Enski kylfingurinn átti slakt högg með fleygjárni þegar hann reyndi að koma sér inn á 18. flötina og lét reiði sína bitna á kylfunni, sem hann braut. „Þetta var útrás fyrir mikið svekkelsi,“ sagði Hatton sem er í tíunda sæti heimslistans. Tyrrell Hatton had enough of his golf club #TheOpenpic.twitter.com/8WxXIQnBz2— GolfBet (@GolfBet) July 16, 2021 Hatton heyrðist sömuleiðis blóta eftir að hafa klárað 11. holuna og fengið þar tvöfaldan skolla. „Ég átti gott teighögg en gat bókstaflega ekki komið kylfuhausnum beint á boltann,“ sagði Hatton en boltinn lenti illa fyrir aftan flötina. We ve got a hot mic picking up Tyrell Hatton. The Open has officially begun. pic.twitter.com/ycdPykvwQu— Mark Harris (@itismarkharris) July 16, 2021 Þar að auki virtist Hatton sýna einhverjum þeirra fjömörgu áhorfenda sem eru á mótinu fingurinn. Not everyone is a fan of the Open fans this week. Tyrrell Hatton gives the finger to somebody in the gallery. pic.twitter.com/LsIN1dsx6F— Kyle Porter (@KylePorterCBS) July 16, 2021 Hatton lauk leik á pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari, einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Collin Morikawa og Jordan Spieth eru efstir sem stendur á -9 höggum. Morikawa átti stórkostlegan hring í dag og lék á -6 höggum en Spieth á eftir að spila sex holur. Louis Oosthuizen, sem var efstur eftir fyrsta hring, er á -8 höggum eftir að hafa spilað 10 holur í dag. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna breska Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Enski kylfingurinn átti slakt högg með fleygjárni þegar hann reyndi að koma sér inn á 18. flötina og lét reiði sína bitna á kylfunni, sem hann braut. „Þetta var útrás fyrir mikið svekkelsi,“ sagði Hatton sem er í tíunda sæti heimslistans. Tyrrell Hatton had enough of his golf club #TheOpenpic.twitter.com/8WxXIQnBz2— GolfBet (@GolfBet) July 16, 2021 Hatton heyrðist sömuleiðis blóta eftir að hafa klárað 11. holuna og fengið þar tvöfaldan skolla. „Ég átti gott teighögg en gat bókstaflega ekki komið kylfuhausnum beint á boltann,“ sagði Hatton en boltinn lenti illa fyrir aftan flötina. We ve got a hot mic picking up Tyrell Hatton. The Open has officially begun. pic.twitter.com/ycdPykvwQu— Mark Harris (@itismarkharris) July 16, 2021 Þar að auki virtist Hatton sýna einhverjum þeirra fjömörgu áhorfenda sem eru á mótinu fingurinn. Not everyone is a fan of the Open fans this week. Tyrrell Hatton gives the finger to somebody in the gallery. pic.twitter.com/LsIN1dsx6F— Kyle Porter (@KylePorterCBS) July 16, 2021 Hatton lauk leik á pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari, einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Collin Morikawa og Jordan Spieth eru efstir sem stendur á -9 höggum. Morikawa átti stórkostlegan hring í dag og lék á -6 höggum en Spieth á eftir að spila sex holur. Louis Oosthuizen, sem var efstur eftir fyrsta hring, er á -8 höggum eftir að hafa spilað 10 holur í dag. Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna breska Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira