Lífið

Fyrr­verandi eigin­maður Brit­n­ey Spears opnar sig

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Britney Spears giftist Jason Alexander árið 2004. Hjónabandið entist þó aðeins í 55 klukkustundir og hefur Jason nú opnað sig um ástæðuna á bak við skilnaðinn.
Britney Spears giftist Jason Alexander árið 2004. Hjónabandið entist þó aðeins í 55 klukkustundir og hefur Jason nú opnað sig um ástæðuna á bak við skilnaðinn. Samsett

Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja.

Britney giftist Jason Alexander, æskuvini sínum, í „litlu hvítu kapellunni“ í Las Vegas árið 2004. Hjónabandið entist þó ekki lengi, því parið sótti um ógildingu aðeins 55 klukkustundum síðar.

Jason hefur nú opnað sig um það að hann hafi ekki viljað skilja við söngkonuna, heldur hafi teymið á bak við hana neytt þau til þess að ógilda hjónabandið.

„Þau sögðu mér að ef ég myndi skrifa undir ógildinguna, þá myndu þau leyfa mér og Britney að halda ástarsambandi okkar áfram. Ef við værum ennþá ástfangin eftir sex mánuði, þá myndu þau leyfa okkur að gifta okkur almennilega,“ sagði Jason í hlaðvarpsþættinum.

Jason segist hafa samþykkt þetta í góðri trú og haldið sambandi við Britney, þó einungis í gegnum síma. Eftir mánuð segir hann símanúmer Britney skyndilega hafa hætt að virka.

„Andskotinn, hugsaði ég. Þau náðu mér! Og þannig fór það.“

Jason hefur sýnt Britney mikinn stuðning opinberlega í sjálfræðisbaráttu hennar og mætti meðal annars á #FreeBritney mótmæli í Los Angeles. Á mótmælunum sagði hann aðstæður Britney hafa haft áhrif á hana allt of lengi, þær hafi einnig haft áhrif á hann og því sé hann hluti af baráttunni.


Tengdar fréttir

Brit­n­ey verður á­fram á valdi föður síns

Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær.

„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“

Brit­n­ey Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opin­ber­lega um líf sitt undir á­kvörðunar­valdi föður síns frá því að hún var svipt sjálf­ræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endur­heimta sjálf­ræði sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.