Innlent

Hoppaði á bílum og stakk lög­regluna af

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári bílahopparans.
Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári bílahopparans. Vísir/Vilhelm

Rétt fyrir hádegi í dag fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um mann sem var að hoppa upp á bíla í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði tók maðurinn til fótanna og komst undan lögreglu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Dagbókin nær yfir daginn í dag, frá klukkan ellefu í morgun til klukkan sex í kvöld. Lögregla fékk tilkynningar um fjögur innbrot víða um höfuðborgarsvæðið.

Þá barst á þriðja tímanum tilkynning um farþega sem neitaði að greiða fyrir fargjald í leigubíl. Viðkomandi var handtekinn en síðar látinn laus.

Þá barst tilkynning um mannlaust alelda hjólhýsi klukkan 15:58, en slökkvilið fór á vettvang og slökkti eldinn, sem náði ekki að breiða úr sér í nærliggjandi hús eða aðra bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×