Innlent

Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá skimunarröðinni í morgun.
Frá skimunarröðinni í morgun. Vísir/Heimir

ATH: Ellefu greindust með Co­vid-19 innan­lands í gær en ekki sex­tán eins og segir í þessari frétt.

Al­manna­varnir sendu rangar tölur á fjöl­miðla fyrir há­degi en hafa nú leið­rétt þær.



Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hve margir þeirra sem greindust smitaðir eru bólusettir og á það að liggja fyrir seinna í dag.

385 eru í sóttkví eftir daginn í gær og 124 í einangrun.

Einn var lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19 um helgina og var það í fyrsta sinn í nokkrar vikur.


Tengdar fréttir

Smit­tölurnar voru rangar í morgun

Ellefu greindust með Co­vid-19 innan­lands í gær en ekki sex­tán eins og sagði í fréttum í morgun. Al­manna­varnir sendu rangar tölur á fjöl­miðla fyrir há­degi en hafa nú leið­rétt þær.

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn

Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×