Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir í leiknum með skalla af stuttu færi eftir að Pálmi Rafn Pálmason flikkaði boltanum á hann eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir markið og hvað hefði betur mátt fra.
„Fylgjumst með Pálma Rafni hérna. Höskuldur [Gunnlaugsson] er að dekka hann í horninu en svo kemur hérna boltinn út, skallaður frá og þá kemur þetta næsta augnablik. Það er alþekkt í fótbolta að halda manninum sínum, þetta hefur allt fótboltafólk heyrt – sama hvaða flokki það er í,“ segir Baldur Sigurðsson, sérfræðingur, og heldur svo áfram.
„Þarna er mikið grunnatriði sem má segja að Höskuldur sé að klikka á – og jafnvel Damir [Muminovic] – það eru tveir menn sem missa mennina sína. Damir lendir á eftir Kjartani Henry en Höskuldur lendir í því að sogast einhvern veginn að boltanum. Það er engin ástæða fyrir hann að fara þarna út, þeir eru tveir á tvo og þetta kostar markið,“ sagði Baldur að endingu.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.