Segir Varane vanan að spila aðeins átta erfiða deildarleiki á ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 16:31 Miðvörðurinn knái í leik með Frakklandi á EM í sumar. Alex Caparros/Getty Images Franski miðvörðurinn Raphaël Varane er áfram orðaður við Manchester United en ekki eru allir á allt vissir hvort leikmaðurinn henti liðinu eða passi einfaldlega inn í ensku úrvalsdeildina. Danny Mills – sem lék á sínum tíma 19 A-landsleiki fyrir England ásamt því að spila fyrir Leeds United og Manchester City – var í viðtali á útvarpsstöðinni talkSPORT þar sem hann sagði sína skoðun. Mills telur að Varane sé ekki endilega rétti maðurinn til að lagfæra varnarleik Man United. Hann hafi í raun aðeins spilað átta erfiða deildarleiki á ári með Real Madrid sem og nokkra í Meistaradeild Evrópu með Sergio Ramos sér við hlið. Þá veltir Mills fyrir sér hvort Varane ráði við hraðann og kraftinn í ensku deildinni. Nefnir hann til að mynda að Timo Werner og Kai Havertz, leikmenn Chelsea, hafi brugðið hversu erfiðir leikirnir í deildinni væru eftir komuna frá Þýskalandi. Hlusta má á ræðu Mills hér að neðan. Hún er á ensku. Varane is a good signing, but is he the right signing? We don t know how Varane will be in the Premier League. He s used to playing 8-ish tough games in La Liga alongside Sergio Ramos. Danny Mills asks if Raphael Varane will be able to cope in the Premier League pic.twitter.com/XNj5PvAXIX— talkSPORT (@talkSPORT) July 18, 2021 Varane gekk í raðir Real Madrid árið 2011 og hefur leikið með liðinu allar götur síðan. Hefur hann unnið spænsku úrvalsdeildina þrívegis, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Ofurbikar Evrópu þrívegis, HM félagsliða fjórum sinnum og spænska konungsbikarinn einu sinni. Þá varð hann heimsmeistari með Frökkum árið 2018. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Danny Mills – sem lék á sínum tíma 19 A-landsleiki fyrir England ásamt því að spila fyrir Leeds United og Manchester City – var í viðtali á útvarpsstöðinni talkSPORT þar sem hann sagði sína skoðun. Mills telur að Varane sé ekki endilega rétti maðurinn til að lagfæra varnarleik Man United. Hann hafi í raun aðeins spilað átta erfiða deildarleiki á ári með Real Madrid sem og nokkra í Meistaradeild Evrópu með Sergio Ramos sér við hlið. Þá veltir Mills fyrir sér hvort Varane ráði við hraðann og kraftinn í ensku deildinni. Nefnir hann til að mynda að Timo Werner og Kai Havertz, leikmenn Chelsea, hafi brugðið hversu erfiðir leikirnir í deildinni væru eftir komuna frá Þýskalandi. Hlusta má á ræðu Mills hér að neðan. Hún er á ensku. Varane is a good signing, but is he the right signing? We don t know how Varane will be in the Premier League. He s used to playing 8-ish tough games in La Liga alongside Sergio Ramos. Danny Mills asks if Raphael Varane will be able to cope in the Premier League pic.twitter.com/XNj5PvAXIX— talkSPORT (@talkSPORT) July 18, 2021 Varane gekk í raðir Real Madrid árið 2011 og hefur leikið með liðinu allar götur síðan. Hefur hann unnið spænsku úrvalsdeildina þrívegis, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Ofurbikar Evrópu þrívegis, HM félagsliða fjórum sinnum og spænska konungsbikarinn einu sinni. Þá varð hann heimsmeistari með Frökkum árið 2018.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira