Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 20. júlí 2021 11:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. Stærsti hluti þeirra sem hafa greinst síðustu daga eru fullbólusettir og einhverjir eru hálfbólusettir. Mikill minnihluti hefur verið í sóttkví við greiningu og segir Þórólfur hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða. „Við erum að sjá þessa dreifingu sem við erum búin að lýsa undanfarna daga og þetta er jafnvel að fara núna upp í veldisvöxt eins og við höfum svo sem séð oft áður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða nýja bylgju faraldursins. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ný bylgja farin af stað og þetta er mestmegnis í bólusettum. Sem betur fer erum við ekki að sjá alvarleg veikindi enn sem komið er.“ Um sé að ræða hefðbundin veikindi á borð við hálssærindi, beinverki, niðurgang, uppköst, ofþornun og skort á lyktar- og bragðskyni. „En maður veit ekki hvað gerist þegar útbreiðslan verður meiri, þá gætu viðkvæmir hópar farið að veikjast meira,“ bætir Þórólfur við. Smitar aðra á ferðalögum áður en það fer í sýnatöku Tilfelli hafi verið greinast á Suður-, Norður- og Austurlandi en margir Íslendingar eru á faraldsfæti þessa dagana. Þórólfur segir áhyggjuefni að margir séu að fara seint í sýnatöku. „Margir eru kannski ekki með mikil einkenni en fara samt víða og smita þá út frá sér áður en það fer í sýnatöku. Þannig getum við náð mikilli dreifingu.“ Mikið hefur verið að gera í sýnatöku síðustu daga og raðir stundum myndast við húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. vísir/heimir Hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða Aðspurður um það hvort honum finnist staðan kalla á einhverjar samkomutakmarkanir innanlands segir Þórólfur að ef ekki væri fyrir útbreidda bólusetningu væri eflaust búið að grípa til hertra aðgerða. Þótt bólusetning hafi veitt fólki ákveðna viðspyrnu gagnvart veikindum af völdum Covid-19 þá virðist delta-afbrigðið hafa meiri vörn gegn bólusetningu en fyrri afbrigði. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi þurfi allir bólusettir einstaklingar og þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en það leggur af stað til landsins. „Ég held að þetta eitt og sér muni kannski ekki duga til að bæla faraldurinn hér innanlands alveg niður. Það er hugsanlegt að við þurfum að grípa til annarra aðgerða.“ Ferðaþjónustan þurfi að horfa á stóru myndina Aðspurður um gagnrýni forsvarsmanna ferðaþjónustunnar á takmarkanirnar sem kynntar voru í gær segir Þórólfur að ferðaþjónustan hafi alltaf gagnrýnt tillögur um landamæratakmarkanir. „Þau hafa samt verið ánægð með niðurstöðuna og hvað það hefur gengið vel hér innanlands svo mér finnst þau ekki alveg sjá samhengið milli þess að hafa takmarkanir á landamærum og gott ástand hér innanlands. Við gætum núna verið að stefna í að fara í rauðan lit hjá mörgum þjóðum þar sem verður jafnvel varað við því að fólk komi hingað. Það er skammt stórra högga á milli svo ég held að fólk þurfi að horfa aðeins á heilsufarslega þáttinn og stóru myndina áður en menn koma með stórar yfirlýsingar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stærsti hluti þeirra sem hafa greinst síðustu daga eru fullbólusettir og einhverjir eru hálfbólusettir. Mikill minnihluti hefur verið í sóttkví við greiningu og segir Þórólfur hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða. „Við erum að sjá þessa dreifingu sem við erum búin að lýsa undanfarna daga og þetta er jafnvel að fara núna upp í veldisvöxt eins og við höfum svo sem séð oft áður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða nýja bylgju faraldursins. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ný bylgja farin af stað og þetta er mestmegnis í bólusettum. Sem betur fer erum við ekki að sjá alvarleg veikindi enn sem komið er.“ Um sé að ræða hefðbundin veikindi á borð við hálssærindi, beinverki, niðurgang, uppköst, ofþornun og skort á lyktar- og bragðskyni. „En maður veit ekki hvað gerist þegar útbreiðslan verður meiri, þá gætu viðkvæmir hópar farið að veikjast meira,“ bætir Þórólfur við. Smitar aðra á ferðalögum áður en það fer í sýnatöku Tilfelli hafi verið greinast á Suður-, Norður- og Austurlandi en margir Íslendingar eru á faraldsfæti þessa dagana. Þórólfur segir áhyggjuefni að margir séu að fara seint í sýnatöku. „Margir eru kannski ekki með mikil einkenni en fara samt víða og smita þá út frá sér áður en það fer í sýnatöku. Þannig getum við náð mikilli dreifingu.“ Mikið hefur verið að gera í sýnatöku síðustu daga og raðir stundum myndast við húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. vísir/heimir Hugsanlegt að grípa þurfi til frekari aðgerða Aðspurður um það hvort honum finnist staðan kalla á einhverjar samkomutakmarkanir innanlands segir Þórólfur að ef ekki væri fyrir útbreidda bólusetningu væri eflaust búið að grípa til hertra aðgerða. Þótt bólusetning hafi veitt fólki ákveðna viðspyrnu gagnvart veikindum af völdum Covid-19 þá virðist delta-afbrigðið hafa meiri vörn gegn bólusetningu en fyrri afbrigði. Það sé ákveðið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi þurfi allir bólusettir einstaklingar og þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en það leggur af stað til landsins. „Ég held að þetta eitt og sér muni kannski ekki duga til að bæla faraldurinn hér innanlands alveg niður. Það er hugsanlegt að við þurfum að grípa til annarra aðgerða.“ Ferðaþjónustan þurfi að horfa á stóru myndina Aðspurður um gagnrýni forsvarsmanna ferðaþjónustunnar á takmarkanirnar sem kynntar voru í gær segir Þórólfur að ferðaþjónustan hafi alltaf gagnrýnt tillögur um landamæratakmarkanir. „Þau hafa samt verið ánægð með niðurstöðuna og hvað það hefur gengið vel hér innanlands svo mér finnst þau ekki alveg sjá samhengið milli þess að hafa takmarkanir á landamærum og gott ástand hér innanlands. Við gætum núna verið að stefna í að fara í rauðan lit hjá mörgum þjóðum þar sem verður jafnvel varað við því að fólk komi hingað. Það er skammt stórra högga á milli svo ég held að fólk þurfi að horfa aðeins á heilsufarslega þáttinn og stóru myndina áður en menn koma með stórar yfirlýsingar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31