Krónan vill rúman milljarð króna í bætur frá ríkinu Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2021 16:37 Krónan rekur 24 matvöruverslanir víða um land. Vísir/vilhelm Krónan fer fram á ríflega milljarð króna í bætur frá íslenska ríkinu út af meintum hagnaðarmissi á árunum 2015 til 2018 af völdum innflutningshamla sem brutu gegn EES-samningnum. Málið á sér langan aðdraganda og varðar innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að málið snúist um að tryggja hag neytenda og rétt þeirra gagnvart EES-samningnum. Hún ætli að sjá til þess ef bótakrafan verði samþykkt að fjárhæðin muni skila sér til viðskiptavina Krónunnar. Fyrst var greint frá málinu í Viðskiptablaðinu. „Þetta er áframhald á máli sem á upphaf fyrir mörgum árum síðan. Við erum að benda á hömlur á innflutningi sem eiga ekki við lög að styðjast og koma bara niður á viðskiptavinum okkar í formi hærra vöruverðs,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vísir/Egill „Krafan er gerð vegna ágóða sem ekki vannst á þessum tíma en við munum nýta okkur þetta sem lágvöruverðsverslun til að lækka verð enn frekar í ákveðnum vöruflokkum og erum að skoða hvernig við gerum það.“ Búið að viðurkenna bótaskyldu ríkisins Hæstiréttur staðfesti árið 2018 að ríkinu bæri að greiða Ferskum kjötvörum skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á ferskum nautalundum. Áður hafði EFTA-dómstólinn og Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að reglugerð og ákvæði í lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum væru andstæðar EES-samningunum. Reglurnar kváðu á um leyfisskyldu vegna innflutnings á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólkurvörum og kröfu um að kjötvörur væru frystar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Krónunnar í málinu, segir að málið snúist nú um það hvernig meta skuli tjón fyrirtækja vegna umræddra innflutningshamla. Í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms og EFTA-dómstólsins höfðaði Krónan mál gegn ríkinu árið 2017 vegna hamla á innflutningi erlendra eggja. Í því máli var gerð réttarsátt þar sem bótaskylda ríkisins var viðurkennd og í kjölfarið var dómkvaddur matsmaður fenginn til að meta tjón verslunarkeðjunnar. Málið geti verið fordæmisgefandi Dómkvaddur matsmaður skilaði niðurstöðu sinni í byrjun þessa árs og byggir bótakrafa Krónunnar á því mati. Að sögn Flóka er tap verslunarkeðjunnar af völdum þessara innflutningshamla metið á rétt ríflega milljarð króna. Niðurstaðan hafi miðað við verð á þessum vörum á innlendum markaði og á innri markaði EES-svæðisins. Flóki segir ljóst að málið geti reynst fordæmisgefandi og fjöldi fyrirtækja myndi fylgja ef bæturnar fáist greiddar. Hæstiréttur staðfesti árið 2018 að ríkinu bæri að greiða innflutningsfyrirtækinu Ferskum kjötvörum skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á ferskum nautalundum.Vísir/Vilhelm „Málið er auðvitað ákveðið prófmál á umfang bótaskyldu íslenska ríkisins. Málið snýst um dýraheilbrigðiseftirlit sem var viðhaft hérna en átti samkvæmt Evrópureglum bara að vera á upprunastað og svo átti að vera frjálst flæði eftir það,“ segir Flóki í samtali við Vísi. Reglurnar hafi takmarkað viðskipti með þessar tilteknu vörur. „Það liggur fyrir að aðildarríki EES-samningsins eru bótaskyld ef þau hafa brotið gegn reglum sem veita borgurunum ákveðin réttindi. Spurningin í þessu máli er hversu víðtæk voru þessi réttindi, nær þetta bara til tjóns sem felst í beinum útlögðum kostnaði af því að flytja inn vörur sem er hafnað í tollinum eða nær bótaskyldan lengra og tekur til þess afleidda tjóns eða rekstrartaps sem þeir aðilar verða fyrir þegar sett er bann við innflutningi á tilteknum vörum.“ Flóki segir að stefnan hafi ekki enn verið birt ríkinu en að stjórnvöld hafi verið upplýst um niðurstöðu dómkvadds matsmanns. Ríkislögmaður tilkynnti Krónunni í lok júní að bótakröfunni yrði hafnað. Flóki reiknar með að stefnan verði þingfest í byrjun september að loknu réttarhléi Héraðsdóms Reykjavíkur. Verslun Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að málið snúist um að tryggja hag neytenda og rétt þeirra gagnvart EES-samningnum. Hún ætli að sjá til þess ef bótakrafan verði samþykkt að fjárhæðin muni skila sér til viðskiptavina Krónunnar. Fyrst var greint frá málinu í Viðskiptablaðinu. „Þetta er áframhald á máli sem á upphaf fyrir mörgum árum síðan. Við erum að benda á hömlur á innflutningi sem eiga ekki við lög að styðjast og koma bara niður á viðskiptavinum okkar í formi hærra vöruverðs,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vísir/Egill „Krafan er gerð vegna ágóða sem ekki vannst á þessum tíma en við munum nýta okkur þetta sem lágvöruverðsverslun til að lækka verð enn frekar í ákveðnum vöruflokkum og erum að skoða hvernig við gerum það.“ Búið að viðurkenna bótaskyldu ríkisins Hæstiréttur staðfesti árið 2018 að ríkinu bæri að greiða Ferskum kjötvörum skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á ferskum nautalundum. Áður hafði EFTA-dómstólinn og Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að reglugerð og ákvæði í lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum væru andstæðar EES-samningunum. Reglurnar kváðu á um leyfisskyldu vegna innflutnings á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólkurvörum og kröfu um að kjötvörur væru frystar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Krónunnar í málinu, segir að málið snúist nú um það hvernig meta skuli tjón fyrirtækja vegna umræddra innflutningshamla. Í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms og EFTA-dómstólsins höfðaði Krónan mál gegn ríkinu árið 2017 vegna hamla á innflutningi erlendra eggja. Í því máli var gerð réttarsátt þar sem bótaskylda ríkisins var viðurkennd og í kjölfarið var dómkvaddur matsmaður fenginn til að meta tjón verslunarkeðjunnar. Málið geti verið fordæmisgefandi Dómkvaddur matsmaður skilaði niðurstöðu sinni í byrjun þessa árs og byggir bótakrafa Krónunnar á því mati. Að sögn Flóka er tap verslunarkeðjunnar af völdum þessara innflutningshamla metið á rétt ríflega milljarð króna. Niðurstaðan hafi miðað við verð á þessum vörum á innlendum markaði og á innri markaði EES-svæðisins. Flóki segir ljóst að málið geti reynst fordæmisgefandi og fjöldi fyrirtækja myndi fylgja ef bæturnar fáist greiddar. Hæstiréttur staðfesti árið 2018 að ríkinu bæri að greiða innflutningsfyrirtækinu Ferskum kjötvörum skaðabætur vegna hindrana á innflutningi á ferskum nautalundum.Vísir/Vilhelm „Málið er auðvitað ákveðið prófmál á umfang bótaskyldu íslenska ríkisins. Málið snýst um dýraheilbrigðiseftirlit sem var viðhaft hérna en átti samkvæmt Evrópureglum bara að vera á upprunastað og svo átti að vera frjálst flæði eftir það,“ segir Flóki í samtali við Vísi. Reglurnar hafi takmarkað viðskipti með þessar tilteknu vörur. „Það liggur fyrir að aðildarríki EES-samningsins eru bótaskyld ef þau hafa brotið gegn reglum sem veita borgurunum ákveðin réttindi. Spurningin í þessu máli er hversu víðtæk voru þessi réttindi, nær þetta bara til tjóns sem felst í beinum útlögðum kostnaði af því að flytja inn vörur sem er hafnað í tollinum eða nær bótaskyldan lengra og tekur til þess afleidda tjóns eða rekstrartaps sem þeir aðilar verða fyrir þegar sett er bann við innflutningi á tilteknum vörum.“ Flóki segir að stefnan hafi ekki enn verið birt ríkinu en að stjórnvöld hafi verið upplýst um niðurstöðu dómkvadds matsmanns. Ríkislögmaður tilkynnti Krónunni í lok júní að bótakröfunni yrði hafnað. Flóki reiknar með að stefnan verði þingfest í byrjun september að loknu réttarhléi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Verslun Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21