Vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða vegna stöðunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 17:20 Björn Rúnar Lúðvíksson hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni. Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06
Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50