Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að í ljós hafi komið að smitaðir einstaklingar sem hingað koma og hafi víðtækt tengslanet hér á landi séu líklegri til að smita aðra en þeir sem lítið tengslanet hafa.
Að undanförnu hafi borist fjöldi smita yfir landamærin einkum með full bólusettum einstaklingum og valdið nýrri bylgju faraldurs innanlands.
All eru 163 í einangrun vegna Covid-19 eftir gærdaginn og 454 í sóttkví. Í gær greindust 44 smit, 38 innanlands og sex á landamærunum. Er þetta mesti fjöldi einstaklinga sem greinust á einum degi á þessu ári.
Næstkomandi mánudag taka hertar tillögur gildi á landamærunum þar sem að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði einnig til að Íslendingar yrðu skyldugir til að fara í sýnatöku við komuna til landsins, en ríkisstjórnin féllst ekki á það.
Því hefur sóttvarnalæknir nú beint þeim tilmælum til Íslendinga og annarra með tengslanet hér á landi að fara í sýnatöku við komuna hingað til lands, líkt og fyrr segir.