„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“ Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 10:37 Þrátt fyrir að myndefnið sé í grunninn ekki ánægjuefni, vekur þessi ljósmynd mikla lukku á netinu um þessar mundir. Aðsend mynd Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann. Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum í gær, sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins, með afleiðingum sem blasa við á hægri handlegg mannsins fyrir miðju myndarinnar. Vöðvinn hangir út. Í auga stormsins situr Jón og ljósmyndin af því fer sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Þar er dáðst að yfirvegun Jóns. Í samtali við Vísi segir hann einfaldlega: „Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn.“ Tengdasonur Jóns, sem tók myndina, var nýkominn út með bjórinn þegar slagsmálin færðust út á stétt. „Ég ætlaði ekki að fara að láta þetta trufla mig,“ segir Jón. „Ég var búinn að vera í golfi yfir daginn og var bara mjög slakur. Ég sat bara sem fastast.“ Stóð mönnum bara á sama? Þetta virðast hafa verið almennileg slagsmál. Jón Stefánsson og eiginkona hans Ásthildur Sigurjónsdóttir eru stödd á Akureyri í fríi.Aðsend mynd „Ég veit ekki um aðra en ég hef nú séð ýmislegt, búinn að vera í slökkviliðinu og flugbjörgunarsveitinni. Ég drakk minn bjór, ég ætlaði ekki að fara að skipta mér af þessu.“ Jón lét sér hvergi bregða og stóð raunar ekki upp á neinum tímapunkti. Hann er staddur í fríi með fjölskyldunni fyrir norðan og verður næstu daga. Sá sem blæðir úr á miðri mynd er samkvæmt nýjustu upplýsingum enn staddur á sjúkrahúsi. Fimm gistu í fangaklefa samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eigandi staðarins segir við Vísi að hópurinn sem hafi að lokum endað í slagsmálum hafi verið rólegur framan af en svo hafi átökin magnast og endað með ósköpum. Íslendingar á Twitter eru heillaðir af stillingu Jóns: jæja þá er pabbi farinn viral! pic.twitter.com/HDrMIRgGPl— Sigurjón Jónsson (@siggisorensen) July 20, 2021 Þetta er svo blygðunarlaust fréttamynd ársins.Hér höfum við eldri mann sem þráði ekkert heitar en að fá einn napran og ráðvandaðan Egils Gull, en nei - einhverjir pattar að norðan þurftu endilega að fleygja sér út um rúðuna í miðjum klíðum og trufla bænagjörðina.Svei’attann! pic.twitter.com/ue3xF7pZZW— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 20, 2021 Ég ætla bara að fá að drekka mína pintu. Takk. pic.twitter.com/gx7XkANwXJ— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 20, 2021 pic.twitter.com/6QnSkyA9fg— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 21, 2021 Akureyri Eldri borgarar Veitingastaðir Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum í gær, sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins, með afleiðingum sem blasa við á hægri handlegg mannsins fyrir miðju myndarinnar. Vöðvinn hangir út. Í auga stormsins situr Jón og ljósmyndin af því fer sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Þar er dáðst að yfirvegun Jóns. Í samtali við Vísi segir hann einfaldlega: „Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn.“ Tengdasonur Jóns, sem tók myndina, var nýkominn út með bjórinn þegar slagsmálin færðust út á stétt. „Ég ætlaði ekki að fara að láta þetta trufla mig,“ segir Jón. „Ég var búinn að vera í golfi yfir daginn og var bara mjög slakur. Ég sat bara sem fastast.“ Stóð mönnum bara á sama? Þetta virðast hafa verið almennileg slagsmál. Jón Stefánsson og eiginkona hans Ásthildur Sigurjónsdóttir eru stödd á Akureyri í fríi.Aðsend mynd „Ég veit ekki um aðra en ég hef nú séð ýmislegt, búinn að vera í slökkviliðinu og flugbjörgunarsveitinni. Ég drakk minn bjór, ég ætlaði ekki að fara að skipta mér af þessu.“ Jón lét sér hvergi bregða og stóð raunar ekki upp á neinum tímapunkti. Hann er staddur í fríi með fjölskyldunni fyrir norðan og verður næstu daga. Sá sem blæðir úr á miðri mynd er samkvæmt nýjustu upplýsingum enn staddur á sjúkrahúsi. Fimm gistu í fangaklefa samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eigandi staðarins segir við Vísi að hópurinn sem hafi að lokum endað í slagsmálum hafi verið rólegur framan af en svo hafi átökin magnast og endað með ósköpum. Íslendingar á Twitter eru heillaðir af stillingu Jóns: jæja þá er pabbi farinn viral! pic.twitter.com/HDrMIRgGPl— Sigurjón Jónsson (@siggisorensen) July 20, 2021 Þetta er svo blygðunarlaust fréttamynd ársins.Hér höfum við eldri mann sem þráði ekkert heitar en að fá einn napran og ráðvandaðan Egils Gull, en nei - einhverjir pattar að norðan þurftu endilega að fleygja sér út um rúðuna í miðjum klíðum og trufla bænagjörðina.Svei’attann! pic.twitter.com/ue3xF7pZZW— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 20, 2021 Ég ætla bara að fá að drekka mína pintu. Takk. pic.twitter.com/gx7XkANwXJ— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 20, 2021 pic.twitter.com/6QnSkyA9fg— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 21, 2021
Akureyri Eldri borgarar Veitingastaðir Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira