Veifaði peningamerki og fékk tveggja leikja bann síðast þegar hann mætti Rosenborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2021 12:46 Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni í fyrri leik Vals og Rosenborgar 2018. vísir/bára Á ýmsu gekk síðast þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði liði gegn Rosenborg. Handabending hans kostaði hann tveggja leikja bann. Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Strákarnir hans Ólafs í FH taka á móti Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Leikur FH og Rosenborgar hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Rosenborg hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Liðið mætti Breiðabliki 2011, KR 2016 og Val 2018 í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valsmenn unnu fyrri leikinn gegn Rosenborg á Hlíðarenda, 0-1, með marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Á miklu gekk svo í seinni leiknum á Lerkendal í Þrándheimi. Valsmenn fagna marki Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Rosenborg.vísir/bára Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar umdeildar. Nicklas Bendtner kom Rosenborg yfir úr fyrsta vítinu á 55. mínútu og á 72. mínútu jók Anders Trondsen forskot norska liðsins. Kristinn Freyr Sigurðsson minnkaði muninn í 2-1 úr víti á 85. mínútu og ef leikurinn hefði endað þannig hefði Valur farið áfram. En í uppbótartíma fékk Rosenborg sitt annað víti sem Bendtner skoraði úr og felldi Val úr leik. Valsmenn voru afar ósáttir við störf Apostolovs og eftir leik sýndi hann peningamerki upp í stúku. Eftir leikinn vandaði hann Apostolov ekki kveðjurnar í viðtali við Fótbolta.net en sagðist ekki muna eftir peningamerkinu. Nicklas Bendtner skoraði tvö mörk í seinni leik Vals og Rosenborgar.vísir/bára „Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni,“ sagði Ólafur. Fyrir handabendingarnar fékk Ólafur tveggja leikja bann frá UEFA. Hann stýrði Val því ekki í leikjunum gegn Santa Coloma í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Valur, gamla liðið hans Ólafs, tekur á móti Noregsmeisturum Bodø/Glimt í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikur Vals og Bodø/Glimt hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu FH Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti