Innlent

Hraunyfir­borðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hraunið í Meradölum fremst á myndinni er undanhlaup sem myndaðist í gær.
Hraunið í Meradölum fremst á myndinni er undanhlaup sem myndaðist í gær. FACEBOOK/ELDFJALLAFRÆÐI OG NÁTTÚRUVÁRHÓPUR HÁSKÓLA ÍSLANDS

Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum.

Þetta kemur fram í færslu Eldfjallahóps Háskóla Íslands. Hópurinn hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001 og fylgst náið með gosinu í Geldingadölum.

„Einfaldur bakumslags-útreikningur á þessum mælingum gefur til kynna að flæðið inn í Meradali á þessu tímabili var c.a. 3 rúmmetrar á sekúndu, sem er um það bil þriðjungur af heildaruppstreyminu í gígnum, ef miðað er við heildarflæði upp á 10 m3/s,“ segir í færslunni.


Tengdar fréttir

Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé

Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt.

Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli

Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×