Fótbolti

Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Arnardóttir á ellefu landsleiki á ferilskránni.
Guðrún Arnardóttir á ellefu landsleiki á ferilskránni. epa/FILIPE FARINHA

Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården.

Fyrr í mánuðinum gekk Glódís Perla Viggósdóttir í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München frá Rosengård og Guðrún á að fylla skarð löndu sinnar hjá sænska liðinu.

Guðrún skrifaði undir tveggja ára samning við Rosengård sem er með sex stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Keppni í deildinni hefst aftur eftir sumarfrí seinni hlutann í ágúst.

Guðrún, sem verður 26 ára í næstu viku, er uppalin hjá Selfossi en fór ung til Breiðabliks þar sem hún lék til 2018. Þá lék hún um tíma með Santa Clara háskólanum í Bandaríkjunum.

Hún hefur leikið ellefu A-landsleiki auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.


Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×