Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 20:39 Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen. Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira