Talið að Osaka verði síðust til að bera Ólympíukyndilinn í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 08:00 Naomi Osaka er klár í sína fyrstu Ólympíuleika. Clive Brunskill/Getty Images Talið er að tennisstjarnan Naomi Osaka muni bera Ólympíukyndilinn síðustu metrana og kveikja í Ólympíueldinum sem mun brenna á meðan leikarnir standa yfir í Tókýó. Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira