Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720
vísir

Í hádegisfréttum verður aðal áherslan lögð á stöðuna í kórónuveirufaraldrinum. Sjötíu og sex greindust í gær innanlands og er von á því að ríkisstjórnin kynni nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi síðdegis.

Ríkisstjórnin mun funda um málið á Egilsstöðum.

Þá verður rætt við Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum en í gær var ákveðið að færa spítalann yfir á hættustig.

Að auki verður fjallað um eldgosið í Geldingadölum en vísbendingar eru um að dregið hafi úr krafti þess síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×