„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 23. júlí 2021 12:13 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52
76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16