„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:30 Arnar Þór Gíslason er allt annað en ánægður með nýjar sóttvarnareglur sem kynntar voru í gær og gilda til 13. ágúst næstkomandi. Vísir Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. „Við skulum nú sjá hvað gerist í efnahagsmálunum, það er kannski ótímabært að segja að við séum í einhverju bakslagi sem muni hafa þar áhrif.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hljóðið er þungt í veitingamönnum og kráareigendum en Bjarni minnir á að stuðningsaðgerðir við rekstraraðila séu enn í gildi. „Ég held að það sé bara mikilvægt að muna að við erum með í gildi ráðstafanir. Þær eru enn í gildi og grípa þessi tilvik að mínu mati,“ sagði Bjarni. Aðgerðirnar komi bar- og kráareigendum aftur á byrjunarreit Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur, segir aðgerðirnar mikið högg fyrir reksturinn. „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur bar- og kráareigendur þar sem þetta kemur okkur næstum á aftur á byrjunarreit frá því áður en lokaði,“ segir Arnar. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi á veitinga- og skemmtistöðum og opnunartími hefur verið styttur til klukkan ellefu en allir gestir þurfa að vera komnir út fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs og einn metri að vera á milli geta. „Þetta setur okkur í rosalega vonda stöðu, það er bara eins og við höfum ekki farið í gegn um neinar bólusetningar eða neitt. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Við erum mjög ósáttir,“ segir Arnar. „Það var mjög dapurt hjá okkur í gær“ Hann segir stöðuna eins og í miðjum faraldrinum, áður en bólusetningar hófust. „Maður hefur heyrt það meira að segja frá heilbrigðisstarfsfólki að það er mjög hissa á þessu þar sem það var búist við að fólk myndi sýkjast eftir bólusetningu en engin alvarleg veikindi myndu koma. Þess vegna skiljum við ekki þessar hörðu aðgerðir á okkur. Engan vegin.“ Hann segir stöðuna mikil vonbrigði. „Mjög mikil vonbrigði en við vonum bara að þau átti sig fljótlega á því að smitum fari fækkandi og það verði engin alvarleg veikindi. En þau vissu það alveg þegar bólusetningar fóru af stað að fólk myndi sýkjast af þessu, það myndi bara ekki sýna alvarleg einkenni,“ segir Arnar. Hann segist þegar farinn að finna fyrir takmörkunum. Stemningin í miðbænum í gærkvöld og í nótt hafi verið mjög þung. „Stemningin var þannig að það dró verulega úr öllu upp úr miðnætti þar sem ég held að meginþorri þjóðarinnar hafi haldið að reglurnar ættu að taka gildi í gær, á miðnætti. Þannig að þetta var bara mjög dapurt hjá okkur í gær. Ég vona bara að fólk taki aðeins við sér, mæti aðeins fyrr og hafi gaman og styðji okkur bar- og kráareigendur,“ segir Arnar Þór. Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 „Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Við skulum nú sjá hvað gerist í efnahagsmálunum, það er kannski ótímabært að segja að við séum í einhverju bakslagi sem muni hafa þar áhrif.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hljóðið er þungt í veitingamönnum og kráareigendum en Bjarni minnir á að stuðningsaðgerðir við rekstraraðila séu enn í gildi. „Ég held að það sé bara mikilvægt að muna að við erum með í gildi ráðstafanir. Þær eru enn í gildi og grípa þessi tilvik að mínu mati,“ sagði Bjarni. Aðgerðirnar komi bar- og kráareigendum aftur á byrjunarreit Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur, segir aðgerðirnar mikið högg fyrir reksturinn. „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur bar- og kráareigendur þar sem þetta kemur okkur næstum á aftur á byrjunarreit frá því áður en lokaði,“ segir Arnar. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi á veitinga- og skemmtistöðum og opnunartími hefur verið styttur til klukkan ellefu en allir gestir þurfa að vera komnir út fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs og einn metri að vera á milli geta. „Þetta setur okkur í rosalega vonda stöðu, það er bara eins og við höfum ekki farið í gegn um neinar bólusetningar eða neitt. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Við erum mjög ósáttir,“ segir Arnar. „Það var mjög dapurt hjá okkur í gær“ Hann segir stöðuna eins og í miðjum faraldrinum, áður en bólusetningar hófust. „Maður hefur heyrt það meira að segja frá heilbrigðisstarfsfólki að það er mjög hissa á þessu þar sem það var búist við að fólk myndi sýkjast eftir bólusetningu en engin alvarleg veikindi myndu koma. Þess vegna skiljum við ekki þessar hörðu aðgerðir á okkur. Engan vegin.“ Hann segir stöðuna mikil vonbrigði. „Mjög mikil vonbrigði en við vonum bara að þau átti sig fljótlega á því að smitum fari fækkandi og það verði engin alvarleg veikindi. En þau vissu það alveg þegar bólusetningar fóru af stað að fólk myndi sýkjast af þessu, það myndi bara ekki sýna alvarleg einkenni,“ segir Arnar. Hann segist þegar farinn að finna fyrir takmörkunum. Stemningin í miðbænum í gærkvöld og í nótt hafi verið mjög þung. „Stemningin var þannig að það dró verulega úr öllu upp úr miðnætti þar sem ég held að meginþorri þjóðarinnar hafi haldið að reglurnar ættu að taka gildi í gær, á miðnætti. Þannig að þetta var bara mjög dapurt hjá okkur í gær. Ég vona bara að fólk taki aðeins við sér, mæti aðeins fyrr og hafi gaman og styðji okkur bar- og kráareigendur,“ segir Arnar Þór.
Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 „Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05
„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37