Innlent

Grímuskylda í Strætó ef ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Farþegar í Strætó eru margir hverjir vanir því að bera grímur þó fæstum finnist það skemmtilegt.
Farþegar í Strætó eru margir hverjir vanir því að bera grímur þó fæstum finnist það skemmtilegt. Vísir/Vilhelm

Grímuskylda verður tekin upp í vögnum Strætó frá og með morgundeginum geti viðskiptavinir eða starfsmenn ekki tryggt eins metra fjarlæðgarmörk. Gilda reglurnar jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni.

Strætó sendir frá sér tilkynningu þess efnis í ljósi nýrrar reglugerðar um takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins sem tekur gildi á miðnætti.

Börn fædd 2006 og yngri eru undanþegin grímunotkun en grímurnar verða að hylja bæði nef og munn. Forsvarsmenn Strætó hvetja fólk til að huga að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Þá skuli viðskiptavinir ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni. Þessar takmarkanir eru í gildi til 13. ágúst 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×